top of page

Aðgengislýsing

Skrifstofa Tabú er að Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi í húsnæði Réttindagæslu fatlaðs fólks

Strætó:

Vagn 11 stoppar við stoppustöðina Austurströnd sem er við bílastæðið að skrifstofunni.

 

Aðkoma:
Hér má sjá myndir af innganginum (myndir 1 og 2). Það eru mörg bílastæði fyrir framan húsið, steyptur rampur er upp á gangstétt og um 10 metra gangur að innganginum. Hurðin er 90 cm að breidd en möguleiki er á tvöfaldri opunun. Lítill þröskuldur er við hurðina (1 cm) og sjálfvirkur hurðaopnari. 

Mynd tekin af bílastæði fyrir framan skrifstofu Tabú. Á myndinni sést aflíðandi kantur frá bílastæði upp á gangstétt og við enda gangstéttar er hurðin að skrifstofunni.

Mynd 1: Inngangur frá bílastæði

Mynd tekin fyrir framan innganginn. Á myndinni sést opin hurð sem helst opin með rafmagnspumpu. Fyrir framan hurðina er gróf útidyramotta og fyrir innan er þynnri motta. Lágur járnkantur er við hurðina.

Mynd 2: Hurð við inngang

Skrifstofa:

Þegar komið er inn í húsið er Réttindagæsla fatlaðs fólk fyrsta hurð til vinstri en hurðin er 100 cm að breidd, enginn þröskuldur og rafmagnsopnari er við hliðina á hurðinni (mynd 3).

 

Skrifstofa Tabú er fyrsta hurð til vinstri en hurðin er 90 cm að breidd og enginn þröskuldur (mynd 4). 

2021-09-13 13.39.51.jpg

Mynd 3: Anddyri

2021-10-13 09.15.22.jpg

Mynd 4: Skrifstofa Tabú

Salerni og megin rými:

Beint á móti skrifstofu Tabú er rúmgott salerni með tveimur stoðum en hurðin er 90 cm að breidd og enginn þröskuldur (mynd 5).

Í megin rýminu er sófi þar sem hægt er að leggjast útaf. Aðstoðarfólki er einnig velkomið að nýta sófann meðan það bíður (mynd 6).

2021-10-13 09.24.09.jpg

Mynd 5: Salerni

2021-10-13 09.16.22.jpg

Mynd 6: Aðstaða í megin rými

bottom of page