top of page

Áskorun Tabú til Alþingis um fullgildingu valkvæðs viðauka samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi f

Tabú, femínísk fötlunarhreyfing, skorar á Alþingi að samþykkja tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, ásamt breytingartillögu Páls Vals Björnssonar, þingmanns, þess efnis að samhliða fullgildingu samningsins verði valkvæður viðauki hans einnig fullgiltur.

Fullgilding viðaukans er nauðsynleg svo raunveruleg breyting verði á réttarstöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Með viðaukanum er annars vegar tryggt að einstaklingar hafi aðgang að kvörtunarleið til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar að nefnd­in geti rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkom­andi aðildarríkis. Ísland hefur staðfest viðauka annarra alþjóðlegra mannréttindasamninga og því ætti það sama að gilda um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Við skorum á þingheim að sýna þá virðingu og þann metnað fyrir mannréttindum fatlaðs fólks, að fullgilda samninginn með valkvæða viðaukanum og þannig taka nauðsynleg skref í átt að því að tryggja réttarstöðu fatlaðs fólks á Íslandi, svo hún verði sambærileg réttarstöðu fatlaðs fólks í öðrum velferðarríkjum.

Fyrir hönd Tabú,

Ásdís Úlfarsdóttir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Erla B. Hilmarsdóttir Freyja Haraldsdóttir Guðbjörg Garðarsdóttir Inga Björk Bjarnadóttir Iva Marín Adrichem Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir Margrét Ýr Einarsdóttir Salóme Mist Kristjánsdóttir Sigríður Jónsdóttir Þorbera Fjölnisdóttir Þórey Maren Sigurðardóttir

1 view

Comments


bottom of page