top of page

Ég vil ekki fara í herferð gegn hluta af mér

Höfundur: Adda Ingólfs Heiðrúnardóttir

Ljósmynd: Alda Villiljós

Í dag er Alþjóðaheilbrigðisdagurinn og beinist hann í þetta sinn að þunglyndi. Í tilefni af því dreifi ég þessu videói sem er alveg ágætt. Það er miðað að aðstandendum, enda er hlutverk aðstandenda einstaklega flókið þegar kemur að þunglyndi. En í videóið vantar alveg eitt. Aðstandendur eru hvattir til að hjálpa við hitt og þetta, en aldrei kemur fram að það eigi að gera það í samstarfi við hina þunglyndu manneskju. Og ekkert kemur fram um hið innra líf. Meira um það hér að neðan.


Mig langar að segja nokkur orð um það hvernig við nálgumst þunglyndi, sérstaklega þegar kemur að sameiginlegu átaki eins og þessu. Oft er talað um að berjast “gegn” þunglyndi, t.d. í greinum sem skrifaðar voru í tilefni dagsins. Þó ég myndi vilja sjá minna af þunglyndi í heiminum og í kringum mig, þá finnst mér samt ekki hjálplegt að tala um alþjóðadag “gegn” þunglyndi, nema að það sé þá miðað að ábyrgð ríkisins, vinnumarkaðarins og velferðarkerfisins, sem skapa aðstæður fyrir þunglyndi til dæmis með því að bjóða uppá bætur sem eru undir fátæktarmörkum. En að öðru leiti finnst mér ekki gagnast mér að vinna “gegn þunglyndi”.

Ég er með þunglyndi og það er hluti af mér. Ég vil ekki fara í herferð gegn hluta af mér. Stundum er depurð og jafnvel þunglyndi, eina og hreinlega besta viðbragðið við ó-þolanlegum aðstæðum. Og alltaf er það náttúrulegt viðbragð fyrir manneskjuna, þ.e. eitthvað í hennar uppvexti og taugasamsetningu er þannig að þunglyndi er hennar viðbragð við hlutum eins og álagi og þreytu. Vissulega er hægt að hafa áhrif á þessi viðbrögð, smám saman, hægt og rólega yfir langan tíma.

En þannig að um leið og ég fagna vitundarvakningu um þunglyndi og hlutverk aðstandenda þá minni ég á það að mikilvæg skilaboð geta komið útúr þunglyndi, og þar er ég ekki að tala um þau skilaboð sem oft “tala hæst”, um að ég sé ómöguleg og ætti ekki að vera á lífi. Nei, undir niðri þessum háværu hugsunum eru stundum lágværari tónar sem skipta máli: kannski þarf ég að hætta í vinnu, kannski að elska mig sjálfa á alveg sérstakan og róttækan hátt, kannski að syngja í kór? Eða er einhver góð ástæða, hvort sem hún er nýleg eða margra áratugagömul, atburður eða manneskja, sem veldur því að mig langar til að deyja? Það getur verið mikilvægt og jafnvel spennandi að vinna úr þessum skilaboðum, þegar það fer að birta til

Elsku þunglyndu vinir, til hamingju með daginn okkar.

Þessi pistill birtist fyrst á facebook vegg Öddu Ingólfs Heiðrúnardóttur 7. apríl sl. 

17 views

Recent Posts

See All

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast

Comments


bottom of page