top of page

10 algengar mýtur um kynlíf og fötlun


Þýtt af tumblr síðunni Fuck Yeah, Gender Studies.

Listann settu saman Miriam Kaufman, M.D., Cory Silverberg og Fran Odette höfundar bókarinnar The Ultimate Guide to Sex and Disability.

1. Fatlað og langveikt fólk er ekki kynverur. -Ef ég er ekki kynvera, hvað var ég þá eiginlega að gera í nótt? Bara svona að snerta mig hérna og þarna. Örugglega ekkert kynferðislegt.

2. Fatlað og langveikt fólk er ekki líkamlega eftirsóknarvert. -Hmmm, sjáum nú til með það. Klikkaðu *hér* til að sjá nektarmyndina mína. Þarna náði ég þér!

3. Kynlíf verður að vera óundirbúið og gerast af sjálfum sér. -Yesss! Upp með smokkana.

4. Fatlað eða langveikt fólk getur ekki stundað alvöru kynlíf. -Ókei, hvað í andskotanum er alvöru kynlíf og ,,ekki alvöru” kynlíf. Ég get gert mér upp fullnægingu en ég get ekki gert mér upp kynlíf….. nema að við myndum hreinlega bara vera að þykjast stunda kynlíf..

5. Makar sem eru fatlaðir eða langveikir eru aumkunarverðir og ömurlegir. -Áts, þeta var nú leiðinlegt. Það þýðir ekkert kynlíf fyrir þig í kvöld.

6. Fatlað eða langveikt fólk hefur um mikilvægari hluti að hugsa en kynlíf. -Gildir það ekki um okkur öll? En sko af og til langar mig samt að ríða einhverjum.

7. Fatlað og langveikt fólk er ekki kynferðislega virkt. Ef það er það þá er það vegna þess að það er pervertar. -Þá það, ég er pervert. Ég get auðvitað ekki verið saklaus enda bý ég nefnilega í samfélagi þar sem allir eru með kynlíf á heilanum.

8. Fólk sem býr á stofnunum ætti ekki að stunda kynlíf. Kynlíf er einkamál. -Já, ég er sammála því að kynlíf úti í garði hlýtur að vera miklu meira spennandi en inni á stofnunum. Eða á eldhúsborðinu.

9. Fatlað og langveikt fólk verður ekki fyrir kynferðislegri áreitni. -Einhver er ekki að lesa fréttirnar…

10. Fatlað og langveikt fólk þarf ekk kynfræðslu. -Nei, við þurfum hana ekki. Við viljum bara gera það.

Þýðing: Arndís Lóa Upphaflegu greinina má finna hér

36 views

Recent Posts

See All

Afstofnannavæðið skólakerfið!

Höfundur: Shain M. Neumeier Þýðing: Freyja Haraldsdóttir Að hverfa frá aðgreindum stofnannaúrræðum og verða hluti af samfélögum okkar hefur gert fötluðu fólki kleyft að njóta mannréttinda á sínum fors

Kynóljóst: Skörun einhverfrar og trans reynslu

Höfundur: Lydia Z. X. Brown Þýðing: María Helga Guðmundsdóttir Ég er einhverfur aktivisti sem tekur mikinn þátt í hinsegin pólitík. Mér hefur tekist að klaufast um heiminn án þess að þróa með mér hefð

Comments


bottom of page