top of page

Að læra að elska mig allaEmily Ladau


Þegar klukkan sló miðnætti og árið 2014 gekk í garð gaf ég sjálfri mér loforð. Næstu tólf mánuðir ævi minnar yrðu öðruvísi. Fram að þessu hafði ég sett mér áramótaheit um að léttast, lifa heilbrigðari lífsstíl eða líta betur út. Svo endaði það með því að ég var uppfull af örvæntingu um leið og mér fannst mér vera að mistakast. Verandi orðin þreytt á þessu viðhorfi og því að berja mig niður, rann það upp fyrir mér að ég varð að breyta nálgun minni, og setja mér áramótaheit fyrir 2014 um að sættast við sjálfa mig.

Í upphafi hafði ég áhyggjur af því að þetta áramótaheit yrði túlkað sem svo að ég væri að veigra mér undan ábyrgð. Annað ár myndi líða og ég myndi nota sætti við sjálfan mig sem afsökun fyrir því að hugsa ekki betur um sjálfan mig. En núna, hálfu ári síðar, hef ég áttað mig á að þetta áramótaheit hefur verið allt annað en afsökun. Ég held ég hafi verið að misskilja margt þegar ég hélt að þyngdartap væri lykillinn að því að ég gæti elskað mig eins og ég er. Í staðin fyrir það hef ég nú unnið daglega að því að sættast við sjálfan mig sem veldur því, að hægt en örugglega, eru jákvæðar breytingar að eiga sér stað.

Því miður hefur ,,hægt en örugglega” klárlega ekki þýtt ,,auðveldlega”. Ég hef átt flókið samband við líkamann minn frá því ég man eftir mér. Það má tengja margt af því við þá staðreynd að ég fæddist með sýnilega líkamlega skerðingu sem kallast Larsen heilkenni og hefur áhrif á liði og vöðva. Ég nota hjólastól til þess að komast um og það er ekki alltaf auðvelt að líða vel með sjálfan sig þegar ég sit í stól sem er eiginlega jafn stór og tankur. Fötlun mín hefur gert mig að mótsögn á hjólum, ég brenn fyrir að berjast fyrir því að öllu fólki sé tekið eins og það er en um leið á ég erfitt með að sættast við sjálfa mig. Samfélagsmótuðu fordómarnir um fötlun mína sem ég hef innbyrgt, ásamt skilaboðum fjölmiðla um hina ,,fullkomnu” konu, hafa ekki beint búið til djúpstæða sjálfsvirðingu sem ég hef notað til þess að ná sáttum við sjálfa mig.

Ég hef verið að einbeita mér að þyngd minni á þessari vegferð á þessu ári. Hljómar eins og saga hverrar konu, ég veit. Hins vegar hefur fötlun mín auka áhrif sem flækja það hvernig ég sé mig. Þegar ég varð eldri hugsaði ég sem svo að ég myndi aldrei líta nógu vel út eða líða nógu vel í eigin líkama, enda það skilaboðin sem ég hef fengið, og ég lét þar við sitja.  Ég studdi mig við þá hugmynd. Til dæmis hafa læknar (og stundum annað fólk í lífi mínu) oft minnt mig á að hugsa um heilsuna og hreyfingu, en um leið gefið mér þau skilaboð að það sé skiljanlegt að ég sé ekki í hörku formi því að ég sé fötluð.

Ég skil hvað þau eru að segja en samúðarsvipurinn sem þeim fylgir gefur til kynna að ég eigi að nota fötlun mína sem afsökun fyrir að líta ekki út eins og forsíðustúlka. Og þá velti ég fyrir mér; er það sanngjarnt að koma fram við mig eins og ég hafi afsökun? Það er eins og ég sé að fá metafórískt klapp á kollinn sem segir; ,,það er allt í lagi að vera eins og þú ert en bara af því að líkaminn þinn fellur ekki að samfélagsnorminu hvort sem er.” Það er eins og sumu fólki finnist ég eigi að sætta mig við það hver ég er og þannig segja upp örlögum mínum því ég hafi ekki um annað að velja en lifa í fatlaða líkamanum mínum.

Það er rétt að fötlun mín og þyngd er samofin. Það er rétt að líkamsástand mitt hefur áhrif á möguleika mína til þess að stunda líkamsrækt. Það er ekki hægt að neita því að fötlun mín hefur djúpstæð áhrif á sjálfsskilning minn og það litar allt sem tengist mér. Frá því sjónarhorni má segja að ég upplifi líkama minn og reynslu með öðrum hætti en ófatlað fólk. Þrátt fyrir það á hvorki líkamsgerð né líkamsmynd mín að vera álitin beintengd fötlun minni. Engin manneskja á að þurfa að læra að elska sjálfan sig þrátt fyrir að vera eins og hún er. Og þó svo að ég þurfi að vinna að því á hverjum degi það sem eftir er ævinnar neita ég því alfarið að láta neinn skilgreina hvaða hlutar af mér eru viðunandi, því með hvað færni og stærð sem er, snýst það að sættast við sjálfa sig um að við elskum okkur nákvæmlega eins og við erum. 

Emily Ladau er aktivisti í réttindabaráttu fatlaðs fólks og þýddum við grein eftir hana sem birtist hér. Hún byrjaði feril sinn 10 ára gömul þar sem hún lék í nokkrum þáttum af Sesame Street til þess að fræða börn um líf hennar sem manneskja með hreyfihömlun. Hún hefur starfað fyrir mörg samtök fatlaðs fólks og á mörgum sviðum réttindabaráttunnar, m.a. atvinnumálum og valdeflingu fatlaðs fólks. Hægt er að skoða síðuna hennar Words I Wheel by hér og fylgja henni á facebook hér

14 views

Recent Posts

See All

Afstofnannavæðið skólakerfið!

Höfundur: Shain M. Neumeier Þýðing: Freyja Haraldsdóttir Að hverfa frá aðgreindum stofnannaúrræðum og verða hluti af samfélögum okkar hefur gert fötluðu fólki kleyft að njóta mannréttinda á sínum fors

Kynóljóst: Skörun einhverfrar og trans reynslu

Höfundur: Lydia Z. X. Brown Þýðing: María Helga Guðmundsdóttir Ég er einhverfur aktivisti sem tekur mikinn þátt í hinsegin pólitík. Mér hefur tekist að klaufast um heiminn án þess að þróa með mér hefð

Bình luận


bottom of page