top of page

Að upplifa KryppLíkama þinn aðlaðandi: nokkrir punktar um að innbyrða fötlunarfordóma og elska sjálf


Kæra KryppFjölskylda

Til ykkar vil ég byrja á að senda kryppÁstarkveðju. Takk fyrir að sýna mér traust með því að deila parti af ykkur sem þið deilið ekki með mörgum öðrum. Ég skrifa ykkur í krafti samstöðunnar sem aðlaðandi fötluð kona, sem hefur verið vaðið yfir, dæmd til þess að vera einungis vinkona (í mesta lagi) og upplifað mig endalaust sem áhorfanda á hliðarlínunni, þegar vinir mínir fóru að eignast maka, eins og ekkert væri, á meðan ég sat kynferðislega frústreruð og pirruð.

Heimurinn er í svo miklu rugli þegar hann getur ekki elskað og séð kynþokkan við fötluðu líkama okkar. Við erum með því kynþokkafyllsta fólki sem ég hef séð og ég kann vel að meta að ég sé farin að sjá það. Hver einasta ör, hvert bogna bein, allur óstöðugleiki og alls konar hreyfingar og hugsanir láta mig laðast að fötluðu fólki. Eins mikið og ég vona/ði að heimurinn myndi sjá fötlun og kynlíf með öðrum augum á þessum stað í lífi mínu, verð ég að horfast í augu við að kannski mun sýnin ekki breytast á ævi minnar kynslóðar. Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr og þó það geti gert okkur gjörsamlega uppgefin, verðum við að halda áfram að leiðrétta neikvæðar hugmyndir um kynverund okkar, virði og fegurð, ásamt öðrum mannréttindum.

Þrátt fyrir að bell hooks sé með fötlunarfordóma, eða svo virtist vera í einum af fyrirlestrum hennar sem ég sá, líkar mér þessi hugmynd hennar; „ást, líkt og félagslegt réttlæti, er eilífðar verkefni, sem við skuldbindum okkur til þess að vinna að á hverjum degi.“ Þegar við tölum um ást er það ekki bara ást okkar til annarra, heldur einnig til okkar sjálfra. Mér finnst efni bell hooks um að fólk elski dökka hörund sína mjög gagnlegt. Að vinna í speglinum hefur einnig hjálpað mér, nekt og spurningar um hvað þú elskar við líkamann þinn og hvað þú myndir gera öðruvísi ef þú virkilega elskaðir sjálfan þig. Sannleikurinn er samt sá að alveg sama hve mikið ég hef breyst frá því að ég hataði sjálfa mig, glýmdi við sjálfsvígshugsanir og var hinsegin unglingur inn í skáp og þar til að ég fór að vinna í fötlunarpólitík á ég enn erfitt með að sjá mig alla daga sem fallega manneskju.

Á ráðstefnu fyrir fólk með mína skerðingu uppgötvaði ég sumarbúðir fyrir ungmenni með beinstökkva. Og það sem mér finnst mikilvægt að segja þeim er að þú munt elska sjálfan þig, ekki á hverjum degi en flesta daga, og það er gjörsamlega frábært að finna frið í því. Það er eitthvað sem ég trúði aldrei en geri nú í auknum mæli.

Ég er viss um að þið vitið þetta allt en fyrir mig voru það tímamót að byrja að sjá sjálfa mig sem fallega og verðuga sem maka (fólks sem laðaðist ekki að mér vegna einhvers fötlunarblætis eða gerði grín að mér með því að nota mig sem skotmark). Ég var í mjög góðu sambandi með konu sem sýndi mér að það væri hægt að koma vel fram við mig en það er eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en ég varð 27 ára. Hún var einnig fötluð en það fatlaða fólk sem ég hef átt í ástarsambandi við hefur kennt mér margt um að njóta kynlífs betur og elska sjálfa mig. Annað sem ég geri til þess að viðhalda þrautseigju minni gagnvart fötlunarfordómum sem einkennast af því að ég sé kynlaus og óaðlaðandi er að eiga í samskiptum við annað fatlað fólk. Það hjálpar mér að finna að upplifun mín er raunveruleg og sameiginleg meðal margra okkar. Mér hefur einnig fundist gott að búa og dvelja í San Francisco. The Bay Area lætur mér finnast ég geta andað létta, svona eins og eftir að fara í einhvers konar ráðgjöf. Ég mæli með því að fara árlega eða eins oft og þú getur á stað þar sem þú ert EKKI meginviðfang gláps. Það er mjög gott að fara í frí frá fordómum, götuaðkasti og ofbeldi.


Bethany og maki hennar Sara á forsíðu New Mobility á brúðkaupsdaginn þeirra.

Bethany og maki hennar Sara á forsíðu New Mobility á brúðkaupsdaginn þeirra.


Að lokum, ÞIÐ (öll) eruð aðlaðandi, stórkostleg og ástin mun koma til ykkar þegar alheiminum finnst það tímabært. (Ég mæli eindregið með því að þið talið við alheiminn um það sem viljið í fari maka ykkar. Ég gerði það í ár áður en Sara kom inn í líf mitt og öðlaðist þá allt sem ég óskaði mér í fari maka. Treystið líka alheiminum til þess að færa ykkur það sem þið þurfið, sem er mögulega ekki akkúrat það sem þið viljið.)

Ég veit að það er erfitt að afhjúpa þessa hlið af okkar „criptastic” sjálfi en í því felast mikil verðmæti. Síðan ég sagði frá því sjálfshatri sem ég upplifði sem unglingur og þeim erfiðleikum sem ég upplifi ennþá vegna innbyrgðra fötlunarfordóma, á fólk auðveldara með að tjá sig um það við mig. Með því að afhjúpa eigin viðkvæmni og óöryggi hjálpa ég til við það að skapa rými fyrir fólk til þess að tala um sannleikann sem það felur og hluti sem kalla fram hjá okkur skömm. Ein manneskja sagði við mig um daginn að hún væri búin að bíða eftir því að heyra það sem ég sagði um að innbyrða fötlunarfordóma og kynímynd allt sitt líf. Þar af leiðandi skapast öruggt rými sem andæfir því sem við „eigum“ að gera í umræðu um fötlunarpólitík. Við eigum að geta rætt um líkamspólitík sem er mun flóknari, mótsagnakenndari og helvíti girnileg.

Eli Clare orðaði þetta fallega er hún sagði „við þurfum líkamspólitík sem er jafn flókin og líkamar okkar” og ég myndi bæta við; hugur okkar. Við erum ekki endilega að sækjast eftir því að vera álitin fötlunarkyntákn heldur að fólk sjái okkur sem manneskjur sem erum að basla við fjandans kerfisbundna fötlunarfordóma og karlremblu (og allar hinar víddirnar af kúgunarkerfum). Og að meira að segja mest svala, aðlaðandi og frábæra fólkið á í erfiðleikum með að finna sér góða maka eða að vera álitið kynverur (og almennt mennskt).

Þetta eru mínar pælingar um hvernig megi takast á við það að vera félagslega skilgreind sem óaðlaðandi og yfirséð af fólki sem virðist áhugasamt en dansar hins vegar bara á línum fötlunarfordóma. Svo mæli ég með stefnumótasíðum. Það er gott að prófa að „deita“ utan vinahópsins. Þarna úti er fólk sem þráir ekkert heitar en eihverja nýja (fötlunar)pólitík og þú ert möguleiga einmitt manneskjan sem getur boðið upp á það.

Ástarkveðja,

Bethany

Bethany Stevens er kynfræðingur og fötlunarráðgjafi. Hún heldur úti blogginu Crip Confessions og fengum við leyfi til þess að þýða ofangreint blogg af þeirri síðu. Frekar flókið var að þýða bloggið þar sem Bethany notar alls kyns hugtök og orð sem ekki eru til á íslensku. Sumt höfum við því „staðfært.“ Orðið Crip notar Bethany (og aðrir fötlunaraktivistar) sem tilvísun í Crippled (krypplingur) en til þess að andæfa neikvæðri merkingu orðsins. Við þýðum það í bili sem Krypp.

27 views

Recent Posts

See All

Afstofnannavæðið skólakerfið!

Höfundur: Shain M. Neumeier Þýðing: Freyja Haraldsdóttir Að hverfa frá aðgreindum stofnannaúrræðum og verða hluti af samfélögum okkar hefur gert fötluðu fólki kleyft að njóta mannréttinda á sínum fors

Kynóljóst: Skörun einhverfrar og trans reynslu

Höfundur: Lydia Z. X. Brown Þýðing: María Helga Guðmundsdóttir Ég er einhverfur aktivisti sem tekur mikinn þátt í hinsegin pólitík. Mér hefur tekist að klaufast um heiminn án þess að þróa með mér hefð

Comments


bottom of page