top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Bréf vegna umsagnar um frumvarp um þjónustu við fatlað fólk við miklar stuðningsþarfir

Við undirritaðar ítekum fyrri umsagnir okkar um frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og hyggjum ekki leggja fram nýja að sinni.

Ástæðan er fyrst og fremst sú að Tabú reiðir sig á tilfallandi styrki og fær ekki sérstakt fjárframlag til sinna starfa, t.d. ekki fyrir yfirlestur umsagna og samráðs og því höfum við ekki alltaf möguleika á því. Þannig er staðan nú. Þar að auki höfum við lagt á okkur mikla sjálfboðavinnu síðustu tvö árin við að rita umsagnir um þetta frumvarp sem við höfum þó aldrei haft raunverulegt aðgengi að. Einnig hefur lítið sem ekkert efnislegt tillit verið tekið til athugasemda okkar. Breytingar eru litlar sem engar.

Tabú leggur áfram megináherslu á eftirfarandi þætti:

  1. Frumvarpið nái utan um allt fatlað fólk en ekki óskilgreindan hóp með „miklar“ stuðningsþarfir. Rökstuðning má finna í fyrri umsögnum.

  2. Notendastýrð persónuleg aðstoð verði fyrir fatlað fólk óháð skerðingu, þjónustuþörf og aldri. Rökstuðning má finna í fyrri umsögnum.

  3. Fötluðum börnum verði tryggður með sérstöku lagaákvæði réttur til þjónustu á sínu heimili og nærumhverfi, án aðgreiningar. Tekin verði skýr afstaða til þess í frumvarpinu að öll úrræði sem stuðla að tímabundnum eða varanlegum aðskilnaði fatlaðra barna frá fjölskyldum sínum sé ávallt síðasti valkostur og öll önnur úrræði og leiðir hafa verið fullreynd. Rökstuðning má finna í fyrri umsögnum.

Tabú leggur áhersu á að Velferðarnefnd Alþingis kynni sér ítarlega General comment on article 19: Living independently and being included in the community um 19. gr. Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Þar er kveðið skýrt á um mikilvægi þess að börn hafi aðgang að þjónustu og viðeigandi aðlögun sem tryggir þeim sjálfstætt líf auk þess sem áhersla er lögð á að fötluðu fólki sé ekki mismunað á grundvelli skerðinga og þjónustuþarfa.

Fyrri umsagnir og gögn varðandi frumvarpið:

  1. Umsögn Tabú um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með sértækar stuðningsþarfir frá 2017: http://tabu.is/umsogn-tabu-um-frumvarp-til-laga-um-thjonustu-vid-fatlad-folk-med-miklar-studningstharfir/

  2. Bréf til félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteins Víglundssonar: http://tabu.is/bref-til-felags-og-jafnrettismalaradherra-thorsteins-viglundssonar/

  3. Umsögn Tabú um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með sértækar stuðningsþarfir frá 2016: http://tabu.is/umsogn-tabu-um-frumvarp-til-laga-um-thjonustu-vid-fatlad-folk-med-sertaekar-studningstharfir/

  4. General comment on article 19: Living independently and being included in the community: http://docstore.ohchr.org/SelfServices/FilesHandler.ashx?enc=6QkG1d%2fPPRiCAqhKb7yhsnbHatvuFkZ%2bt93Y3D%2baa2q6qfzOy0vc9Qie3KjjeH3GA0srJgyP8IRbCjW%2fiSqmYQHwGkfikC7stLHM9Yx54L8veT5tSkEU6ZD3ZYxFwEgh

Fyrir hönd Tabú, feminískrar fötlunarhreyfingar

Ágústa Eir Guðnýjardóttir

Bára Halldórsdóttir

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir

Erla B. Hilmarsdóttir

Freyja Haraldsdóttir

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir

Iva Marin Adrichem

Margrét Ýr Einarsdóttir

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Rán Birgisdóttir

Salóme Mist Kristjánsdóttir

Sigríður Jónsdóttir

Þorbera Fjölnisdóttir

Þórey Maren Sigurðardóttir

8 views

Comentarios


bottom of page