top of page

Druslugangan 2016: Riddarar á hvítum hestum

Líkami minn er dálítið eins og abstraktverk eftir Picasso í samanburði við mjúklegar skvísur málverka Rubens. Með sveigðan hrygg og skakkar mjaðmir, útstæð hér en innstæð þar og ekkert lík þeim sem maður sér á forsíðum tímaritanna. Þó að mörgum þyki það ótrúlegt þá er upplifun mín af eigin líkama, og hefur alltaf verið, að hann sé sterkur, úrræðagóður og fallegur. Líkami minn verður veikari en ég verð sterkari. Og ég elska hverja beygju og bugðu sem og risavaxinn skurð á bakinu á mér sem er afleiðing skurðaðgerðar sem ég fór í þegar ég var unglingur. Þetta er ekki viðhorf samfélagsins til mín og skerðingar minnar. Líkami minn er frávik, eitthvað sem þarf að laga — ég er vesen. Þar af leiðandi upplifi ég oft að skilaboðin séu að ég eigi að láta lítið fyrir mér fara og vera þakklát fyrir alla þá athygli sem mér býðst. Vonbiðlar á öldurhúsum reiðast þegar ég hafna þeim því ég á að vera þakklát fyrir að einhver vilji mig með öllu sem því fylgir. Það er eins og menn geti ekki orðið ástfangnir af konu óháð hjólastólnum, því hún er skemmtileg, falleg eða gáfuð. Það er gert ráð fyrir að þeir séu með hjarta úr skíragulli fyrir að fórna lífi sínu til að vera í sambandi við fatlaðan einstakling.

Skilaboðin eru þau að enginn gæti nokkurn tímann elskað manneskju eins og mig nema riddari á hvítum hesti — en ég vil ekki láta bjarga mér.

6 views

Recent Posts

See All

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast

Comments


bottom of page