top of page

Eru „óheilbrigð“ börn svona skelfilegur hlutur að eiga?

Sif Hauksdóttir er þriggja barna móðir í Kópavogi, hún á tvo drengi og eina stúlku. Synir hennar eru báðir greindir með Duchenne sjúkdóminn sem veldur stigvaxandi hreyfihömlun með tímanum. Við rákumst á hugleiðingu hennar á Facebook og fengum leyfi til þess að birta hana hér:

„Maður má maður vera ánægður að eiga heilbrigð börn.“ Þetta var setning sem var sögð við mig áðan þar sem ég var í vettvangsheimsókn. En það sem þessi setning stakk mig, því hún var eiginlega sögð með vorkun í röddinni, sem beindist að barni sem var ekki alveg eins og hinir. Mikið ætla ég að vona að allir séu ánægðir að eiga börnin sín. Sama hvort það sé hægt að skilgreina þau „heilbrigð“ eða hvað annað. Mér líður stundum þegar fólk talar svona eins og ég megi ekki vera ánægð og þakklát fyrir börnin mín. Afhverju ætti ég að vera eithvað minna ánægð með að eiga strákana mína af því að þeir eru með ólæknandi sjúkdóm? Á ég þá að vera meira ánægð að eiga Addú af því að hún er „heilbrigð“? Eru „óheilbrigð“ börn svona skelfilegur hlutur að eiga að fólk megi ekki leyfa sér að vera ánægt með þau? Ég svo oft velt þessu fyrir mér en eiginlega ekki þorað að nefna þetta upphátt því ég er viss um að fullt af fólki finnst ég bara vera að snúa út úr. Mér líður stundum eins og það sé ekki samfélagslega viðurkennt að ég geti verið þakklát og ánægð með að eiga börnin mín. Þannig að ef að einhver var að velta því fyrir sér að þá er ég rosalega ánægð og þakklát, og það sem meira er, alveg jafn ánægð og þakklát með öll börnin mín þrjú.

Frekari umfjallanir mæðra fatlaðra barna á Tabú má finna hér og hér.

4 views

Recent Posts

See All

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast

Comentários


bottom of page