Í dag þann 20. nóvember 2014 fór Embla Guðrúnar Ágústsdóttir í heimsókn í Menntaskólan að Laugarvatnið þar sem hún hélt fræðsluerindi fyrir alla nemendur skólans.
Nemendur tóku vel á móti Emblu og beindu góðum spurningum til hennar að loknum fyrirlestri. Fjallað var um heimsóknina á vefsíðu skólans og koma þar fram tilvitnanir í nemendur er þeir voru spurðir um heimsóknina:
“Ég verð að segja að þetta er einn besti fyrirlestur sem ég hef hlustað á í þessum skóla. Mér fannst þetta mjög mikilvægt málefni sem maður hefur ekki endilega heyrt mjög mikið um og fólki hefur kannski ekki fundist þetta vera vandamál af því að fólk sér ekki hlutina út frá hennar sjónarhóli.” “Er þetta ekki bara svona fyrsta skipti sem einhver talar um svona?” “Mér fannst þetta ógeðslega gaman. Hún var svo fyndin!”.
Nemendur fylgjast með fyrirlestri Emblu
Yorumlar