Freyja og Embla taka á móti viðurkenninguni frá Siggu Dögg formanni Kynís
Tabú hlaut í dag, 8. desember 2014, Heiðursviðurkenning Kynfræðifélags Íslands. Frá árinu 2010 hefur Kynfræðifélags Íslands (Kynís) annað hvert ár heiðra einn aðila sem hefur, með einum eða öðrum hætti, elft framgöngu kynfræða á Íslandi. Árið 2014 ákvað stjórn Kynís að veita Tabú og þeim Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, heiðursviðurkenningu félagsins. Í tilkynningu frá Kynís segir:
„Þær hafa með ötulli orðræðu bæði á netinu, í fjölmiðlum og með fyrirlestrum vakið athygli fólks á málefnum fatlaðs fólks og minnt á að fatlað fólk, rétt eins og ófatlað, eru kynverur og eiga rétt á því að upplifa sig sem slíkar. Þær eru frumkvöðlar í þessari mikilvægu umræðu og stjórn Kynís hlakkar til að heyra meira frá þeim í framtíðinni.“
Comments