Jafnréttisdagar 2015

Jafnréttisdagar Háskóla Íslands fór fram daganna 5.-16. október 2015. Í tilefni af Jafnréttisdögum setti Tabú upp sýninguna Fatlaðar konur skila skömminni sem birtir ljósmyndir Árna Freys Haraldssonar og skilti fatlaðra kvenna úr Druslugöngunni 2014.


Á myndinni sjást Embla og Freyja brosandi með sýninguna í baksýn á afar löngum bláum vegg.


Í tengslum við sýninguna var haldinn viðburður mánudaginn 12. október sem bar nafnið „Fatlaðar konur skila skömminni: Reynslusögur úr Druslugöngunni“. Þar deildu þær Ágústa Eir Guðnýjardóttir, María Hreiðarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir reynslu sinni af þátttöku í Druslugöngunni og þýðingu hennar fyrir áframhaldandi baráttu gegn ofbeldi. Fundarstýra var Pála Kristín Bergsveindóttir. Að viðburðinum loknum var boðið upp á sjóntúlkun á sýningunni.


Mynd sýnir Pálu, Maríu, Ágústu og Sigríði í pallborði með Druslugöngumynd í baksýn. Fyrir framan sjást áheyrendur snúa baki í myndavél.Mynd sýnir Pálu kynna upp í pontuMynd sýnir Ágústu tala frá pontuMynd er tekin yfir fyrirlestrasalinn aftan frá. Sigríður í pontu.Mynd er tekin yfir fyrirlestrasalinn aftan frá. María í pontu.Mynd sýnir fólk skoða sýningunaMynd sýnir Þórnýju Björk sjóntúlka sýninguna


0 views

Recent Posts

See All

Tabú

Feminísk fötlunarhreyfing sem beinir sjónum sínum að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki.

Netfang: tabu@tabu.is

Kennitala: 710707-0570

© 2021 Tabú 

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram