top of page

Klausturgate: Ræða Sigríðar Jónsdóttur, Tabúkonu, á Austurvelli

Góðir fundargestir, kæra þjóð!

Ég vil byrja á því að færa ykkur kveðju systra minna í femínísku fötlunarhreyfingunni TABÚ.

Hatursorðræða, það er það sem við höfum orðið vitni að, ofbeldi framið af ofbeldismönnum.

Og það sem við erum að verða vitni að er afleiðing hatursorðræðu, vanlíðan, kvíði, þöggun.

Lilja, Albertína, Inga, Freyja og aðrar núverandi og fyrrverandi þingkonur eiga ekki að þurfa að upplifa vanvirðingu, vanlíðan og smánun hvern einasta dag sem þessir 6 þingmenn mæta í þingsal Alþingis. Þjóðin á ekki að þurfa að upplifa vanvirðingu, vanlíðan og smánun hvern einasta dag sem þessir 6 þingmenn mæta í þingsal Alþingis. Þessir 6 Alþingismenn eiga ekki að hafa dagskrárvald. Ofbeldismenn eiga ekki að hafa dagskrárvald. 90% landsmanna vill að þeir segi af sér.

Við verðum að eiga samtal um hatursorðræðu í samfélaginu okkar. Tjáningarfrelsi, eins mikilvægt og það er, verður aldrei notið án samhengis. Í samhenginu felst ábyrgðin, í samhenginu felst leyfið til að beita því.

Tjáning er manneskjunni mikilvæg, en eins og á við um listaverkin í Seðlabankanum, sem geta verið óviðeigandi og meiðandi á einum stað en ekki öðrum, þá á það sama við um orð. Í hvaða valdasamhengi eru þau sögð, hvernig, hvar og hvenær eru þau sögð, en umfram allt, hver segir hvað um hvern við hvern? Er þetta svo ofboðslega flókið að meðtaka?

Hvert er valdasamhengið? Að spyrja þessara eðlilegu spurninga er þess krafist af fólki að líta til eigin forréttinda og annarra, en umfram allt er þess krafist að gagnrýninni hugsun sé beitt. Er þetta svo ósanngjörn krafa?

Lilja, Albertína, Inga, Freyja og aðrar núverandi og fyrrverandi þingkonur hafa ekki orðið fyrir móðgun, þær hafa orðið fyrir ofbeldi sem konur, þær hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Af hálfu ofbeldismannanna er þeim gert að líta á ofbeldið sem óheppilegt hliðarspor. Samkvæmt þeim eiga þær að kyngja því og þegja.

En það eru ekki bara ofbeldismennirnir sem krefjast þessa af þeim. Raddir í samfélaginu, oftar en ekki raddir miðaldra karla, krefjast þess af þeim að þær kyngi ofbeldinu og afgreiði það sem meinlaust fylleríisraus. Þetta er líka ofbeldi. Algjör afneitun þess sem gerðist er ofbeldi og þöggun. Þöggun þessara kvenna er óásættanleg. Tjáningarfrelsið ætti að vera þeirra, ekki þöggun!

En um þetta snýst kjarni málsins um hatursorðræðu, hann snýst ekki um tjáningarfrelsi þeirra sem kjósa að beita aðra hatri, heldur snýst hann um þöggun þeirra sem verða fyrir því hatri. Kjarni málsins um hatursorðræðu er sá að einstaklingar og hópar eru sviptir  tjáningarfrelsi sínu þegar hatursorðræðu er beitt!

10 views

Recent Posts

See All

Not being heard: #metoo and disabled women

Speech performed at the #Metoo conference in Reykjavík on the 18th of September 2018 Anna Sigrún Ingimarsdóttir, doctoral student in disability studies and a social worker The #metoo movement initiate

Comments


bottom of page