top of page

Liðsauki hjá Tabú

Tabú hefur fengið til sín liðsauka, hana Arndísi Lóu, sem taka mun að sér þýðingar fyrir vefsíðuna. Arndís Lóa Magnúsdóttir er fædd árið 1994 og kemur úr Vesturbæ Reykjavíkur. Hún lauk stúdentsprófi af málabraut Menntaskólans við Hamrahlíð um jólin 2013 og stundaði síðastliðið misseri tungumálanám erlendis. Í haust hóf hún BA-nám í Frönskum fræðum við Háskóla Íslands. Arndís Lóa hefur mikinn áhuga á bókmenntum, framandi heimum og menningu. Jafnréttismál, mannleg flóra í fjölbreytileika sínum og málefni minnihlutahópa hafa alla tíð verið Arndísi Lóu hugleikin. Þá er hún femínisti og einlægur friðarsinni og hefur mikinn áhuga á öllum málum sem tengjast því að skapa betri og réttlátari heim fyrir alla.

Við bjóðum Arndísi Lóu hjartanlega velkomna í hópinn!

9 views
bottom of page