top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Ligelyst: kynlíf, ást og fötlun

Kynfræðslu kannast allir við úr skóla. Fræðsla sem á að fræða okkur um breytingar á líkama okkar, kynlíf og kynverund. Flestum er ljóst að fræðslunni eins og henni er háttað í dag er ábótavant þó að undanfarin ár hafi orðið jákvæðar breytingar. Fræðslan er enn nokkuð einsleit og sýnir sjaldnast margbreytilega mannflóruna. Fatlað fólk er oft undanskilið kynfræðslu í skólum, bæði beint og óbeint. Lesefni kennslunnar sýnir að venju eingöngu ófatlaða líkama og er margt fatlað fólk sem ekki fær tilskylda kynfræðslu.

Verkefnið Ligelyst var sett á laggirnar árið 2009 í Danmörku og er því ætlað að styrkja kynfræðslu ungs fólks og sérstaklega ungs fatlaðs fólks þar í landi. Verkefnið byggist á farandfræðslu um kynverund, kynlíf, sambönd og öllu sem því tengist. Samfara þessu verkefni varð til ljósmyndasýningin Ligelyst sem er ætlað að vinna gegn fordómum og úreltum hugmyndum um fatlað fólk. Hugmyndum á borð við að fatlað fólk séu kynlausar verur og ekki eftirsóknarverðir makar. Sýningin er um fatlað fólk sem kynverur. Þrettán manns tóku þátt og deildu reynslu sinni til að eyða þessum gömlum mýtum. Helsta markmiðið var að sýna hvernig kynverundin hefur mörg andlit, kynverur hafa alls konar líkama og að kynlíf er alls konar.

Við höfum fengið leyfi frá Sammenslutning af unge med handicap (SUMH) og Socialudviklingscenter (SUS) sem standa að baki verkefninu til að birta nokkrar myndir úr sýningunni og þýða sögur fyrirsætanna. Ljósmyndarinn sem tók myndirnar heitir Maria Fonfara.

Lasse

Daginn áður en að Lasse kom heim úr skiptinámi frá Argentínu, datt hann. Þegar hann lenti í Danmörku gat hann varla gengið út úr flugvélinni og kom í ljós að hann hefði fengið sjúkdóminn Syringomyeli. Sjúkdómurinn sest á mænuna og síðan þá hefur Lasse notað rafmagnshjólastól. Lasse þarf í dag aðstoð við næstum allt. Lasse segir að erfiðast hefur verið að venjast að vera háður öðrum um aðstoð. Hann upplifir stundum að fólk tali við aðstoðarmanninn hans en hann sjálfan, sem honum finnst mjög pirrandi. Lasse hefur kysst stelpur eftir að hann fór að nota hjólastól en hann á ekki kærustu. Fyrir honum er það aukaatriði hvort hún er fötluð eða ófötluð. Lasse getur alveg fengið standpínu en það getur tekið hann lengri tíma að fá sáðlát nú en áður en hann fékk sjúkdóminn.


Á myndinni situr Lasse nakinn í sófa og horfir beint í myndavélina. Hann snýr þannig að hann er einnig með fótleggina upp í sófanum og hendurnar í kjöltu sér. Hjólastóllinn hans stendur við hlið sófans en búið er að brjóta hann saman.

Á myndinni situr Lasse nakinn í sófa og horfir beint í myndavélina. Hann snýr þannig að hann er einnig með fótleggina upp í sófanum og hendurnar í kjöltu sér. Hjólastóllinn hans stendur við hlið sófans en búið er að brjóta hann saman.


Vickie og Thomas

Vickie, 30 ára og Thomas, 32 ára eru kærustupar. Þau eru búin að vera saman í 10 mánuði. Þau eru bæði með CP og nota bæði hjólastól. Vickie og Thomas búa á sitt hvoru sambýlinu, annað í Óðinsvé og hitt í Jyllinge, sem þýðir að venjulega geta þau aðeins hist einu sinni í mánuði. Þau eru mjög ástfangin, eins og öll önnur ung pör eiga þau sér drauma um framtíðina og hafa meðal annars ákveðið að gifta sig. Þótt þau reyni á að eiga eins venjulegt ástarsamband og mögulegt er, eru margar hindranir í vegi þeirra. Þau eru til dæmis háð aðstoðarfólki og þegar þau vilja stunda kynlíf er ekki allt aðstoðarfólk sem er viljugt til að aðstoða þau við það.


Á myndinni liggja Vickie og Thomas upp í rúmi nakin. Þau snúa að hvort öðru og halda utan um hvort annað. Andlit þeirra virðast snertast og eru þau brosandi.

Á myndinni liggja Vickie og Thomas upp í rúmi nakin. Þau snúa að hvort öðru og halda utan um hvort annað. Andlit þeirra virðast snertast og eru þau brosandi.


Julie

Julie er með einhverfu og ADHD sem gerir það að verkum að hún er fullkomnunarsinni og hefur hún mikið skap. Hún getur til dæmis kastað húsgögnum ef hún verður pirruð og hefur ekki stjórn á aðstæðum. Þess vegna var mikill sigur að sitja fyrir á þessum myndum en hún vildi sýna fram á að hægt sé að vera falleg, kynþokkafull fötluð kona. Fötlun Julie gerir það að verkum að hún getur ekki hugsað sér að eiga kærasta sem er með sömu fötlun. Það myndi enda allt í vitleysu, segir hún sjálf. Julie hefur áður átt kærasta en núna er það framinn sem skiptir hana mestu máli. Julie er lærður leikari frá Glad Teater og dreymir um að fá vinnu í leikhúsi. Að ná sér í kærasta er því ekki efst á lista hjá Julie. Ef hún finnur kærasta þarf hún að finna það alveg inni í hjartanu og það hefur hún einungis fundið fyrir einu sinni áður á lífsleiðinni.


Á myndinni er Julie að krjúpa með bakið upp við vegg. Hún er í pilsi sem er að hluta til gegnsætt svo lærin sjást. Hún er hvorki í bol né brjóstarhaldara en heldur fyrir ber brjóstin með vinstri handleggnum. Julie er með lokuð augun og örlar fyrir brosi á andlitinu.

Á myndinni er Julie að krjúpa með bakið upp við vegg. Hún er í pilsi sem er að hluta til gegnsætt svo lærin sjást. Hún er hvorki í bol né brjóstarhaldara en heldur fyrir ber brjóstin með vinstri handleggnum. Julie er með lokuð augun og örlar fyrir brosi á andlitinu.


Stine

Stine er 31 árs og fædd með CP. Hún notar því hjólastól og þarf aðstoð við næstum allt. Stine finnst skemmtilegt og gott að stunda kynlíf og njóta erótíkur. Hún horfir stundum á klámmyndir og skoðar klámblöð. Stine er ekki í föstu sambandi núna en er með prófíl á dating.dk og scor.dk þar sem hún leitar að kærasta. Stine hefur stundum hitt menn sem hún hefur kynnst á netinu en núorðið gerir hún það sjaldan þar sem hún hræðist að verða fyrir ofbeldisárás. Þess vegna hittir Stine eingöngu menn heima hjá sér. Stine hefur einnig áhuga á S/M lífinu og hefur oftar en einu sinni farið í S/M Klúbba í Kaupmannahöfn þegar hún getur fengið aðstoðarmann með sér. Það er mjög áhugavert finnst henni en einnig nokkuð erfitt þar sem að hún hefur ekki neitt talmál og á því erfitt með að tala við hina gestina.


Á myndinni liggur Stine nakin á bakinu í sófa með fótleggina upp á hægri arminum og lokuð augun.

Á myndinni liggur Stine nakin á bakinu í sófa með fótleggina upp á hægri arminum og lokuð augun.


Sandra Ólafsdóttir tók saman og þýddi og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. 

200 views

Recent Posts

See All

Opmerkingen


bottom of page