top of page

Réttlætisviðurkenning Stígamóta 2014


Embla og Freyja með viðurkenningu Stígamóta


Í dag, 21. nóvember 2014, hlaut Tabú Réttlætisviðurkenningu Stígamóta 2014 ásamt fríðum flokki mannréttindafólks. Auk Tabú hlutu sex aðilar viðurkenningu Stígamóta þau Björg G. Gísladóttir, Steinar Bragi, Reykjavíkurdætur, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Rótin og Druslugangan. Í fréttatilkynningu Stígamóta vegna viðurkenninganna segir um Tabú:

„Mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hefur heldur betur bæst liðsauki með stofnunTabú. Þær Embla og Freyja hafa með upplýstri umræðu lagt mikið af mörkum til þess að eyða fordómum og stuðla að vitundarvakningu um ölbreytileika, femínisma og ableisma. Það er ekki síst Tabú að þakka að á Stígamótum höfum við dýpkað skilning okkar á því fjölbreytta ofbeldi sem beitt er gegn fötluðu fólki. Megi samvinna okkar verða sem blómlegust.“

0 views

Comments


bottom of page