top of page

Tabú á Drangsnesi


Föstudaginn 28. október 2016 héldu þær Embla og Freyja á Drangsnes og voru með fræðslu í Grunnskólanum á Drangsnesi um fötlunarfordóma og mannréttindi fyrir nemendur, starfsfólk og aðra áhugasama. Nemendur komu einnig frá Hólmavík og var boðið upp á tvo fyrirlestra, annars vegar fræðslu fyrir 11 ára og yngri og hins vegar fræðslu fyrir 12 ára og eldri og aðra áhugasama.

yngri-hopur

Á myndinni má sjá Emblu og Freyju spjalla við hóp barna sem eru 6-11 ára gömul. Börnin sitja ýmist á stólum, í sófum eða á gólfinu.


Yngri nemendur gerðu verkefni um hvernig mætti draga úr fötlunarfordómum og vildu þau gera það meðal annars með því að ráða fatlaða kennara í grunnskóla, bæta aðgengi og fá Tabú til þess að halda fyrirlestra á torgum landsins þar sem við myndum öll sameinast í fræðslu og samtali. Öll voru þau svo sammála um að fordómar séu slæmir en fötlun jákvæð og mikilvæg fyrir þróun samfélagsins. Tabú þakkar Grunnskólanum á Drangsnesi fyrir frábærar móttökur!

eldri-hopur

Á myndinni sjást Embla og Freyja halda fyrirlestur fyrir eldri hópinn.


yngri-hopur-vinna-verkefni-2

Myndin sýnir fimm börn sitja á gólfi og vinna verkefni saman ásamt kennara sínum.


yngri-hopur-vinna-verkefni

Myndin sýnir fimm börn vinna verkefni saman.


yngri-hopur-stopp-fordomar

Myndin sýnir nemanda handa á blaði sem á stendur „Enga fordóma! Stoppa fordóma!


3 views

Comments


bottom of page