
Skilaboð okkar eru skýr: fötlun er ekki sjúkleiki, harmleikur eða afbrigðileiki til þess að leiðrétta. Fötlun er margbreytileiki. Fötlun er hluti af fjölmenningu. Við samþykkjum ekki að fólk fari sérstaklega til þess að sjá meintar lækningar á okkur gegn gjaldi. Við sættum okkur ekki við þá kúgun, lítillækkun, ofstæki og ofbeldi sem í því felst. Við gerum þá kröfu að komið sé fram við okkur eins og annað fólk; af virðingu. Líkamar okkar eiga rétt á plássi í samfélaginu nákvæmlega eins og þeir eru.
Þessi yfirlýsing er ekki til þess fallin að fordæma trúarbrögð eða trúarhópa. Okkur finnst einfaldlega ófyrirgefanlegt að trúarsöfnuðir misnoti trú sína til þess að misnota stöðu okkar. Í því felst hatur og ofbeldi sem við samþykkjum ekki.
Tabúkonur