top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Tabúið um fatlaða foreldra

Kara Ayers og eiginmaður hennar Adam eru frá Ohio í Bandaríkjunum eiga dótturina Hannah og eru nú í ferli að ættleiða dreng frá Kína, Eli. Kara og Adam eru bæði með skerðingu og hefur Kara verið mjög opinská með reynslu sína af foreldrahlutverkinu. Þegar Hannah fæddist byrjaði Kara að halda úti heimasíðunni Wheelermom þar sem hún deilir upplifun sinni af því að vera fötluð móðir en markmið síðunnar er bæði af gefa öðrum fötluðum konum tækifæri til þess að fá upplýsingar ásamt því sem það er að sýna hve mikill styrkur getur falist í fjölbreytilegum fjölskyldum. Í fyrra opnuðu hjónin aðra heimasíðu undir yfirskriftinni Roll you home en þar deila þau reynslu sinni af því að fara í gegnum ættleiðingarferlið. Gefur heimasíðan ekki síður innsýn inn í heim fatlaðra barna sem bíða ættleiðingar en Eli er dvergvaxinn.


Eli sem bíður í Kína eftir að komast til mömmu sinnar, pabba og systur í Ohio.

Eli sem bíður í Kína eftir að komast til mömmu sinnar, pabba og systur í Ohio.


Tabú hvetur lesendur sína til þess að fylgjast með þessum heimasíðum. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að réttinum til fjölskyldulífs. Þrátt fyrir að Ísland hafi undirritað Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks höfum við hvorki lögfest hann né fullgilt. Það þýðir að leyfilegt er að mismuna á grundvelli fötlunar samkvæmt ættleiðingarlögum, krafist er læknisvottorðs sem tilgreinir að ekki liggi grunur um fötlun þegar sótt er um að gerast fósturforeldri í gegnum Barnavernd ásamt því sem þjónustukerfið er ekki byggt um með þeim hætti að það styðji fatlað fólk til fjölskyldulífs. Gerir þetta það að verkum að fáar fatlaðar manneskjur eiga börn á Íslandi og upplifa oft mikla þöggun, vandræðagang og fordóma ef það ákveður að eignast börn.

Við hjá Tabú viljum opna umræðu um rétt fatlaðs fólks til fjölskyldulífs og munum með tímanum leggja okkur fram við að setja hingað inn upplýsingar, reynslusögur o.fl. sem því tengist. Ef þið lumið á efni eða viljið deila reynslu ykkar af einhverju tengdu fötlun og foreldrahlutverkinu hvetjum við ykkur til þess að senda Freyju póst á freyja@tabu.is. Hún ábyrgist að koma því á leiðarenda. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með Ayers fjölskyldunni. Jafnframt bendum við ykkur á áhugaverða heimasíðu sem ber yfirskriftina Through the looking glass sem eru bandarísk samtök fyrir fatlaða foreldra.

Meira síðar!

18 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page