top of page

Viðurkenningar

Múrbrjóturinn 2019

Múrbrjótur 2019 1.jpg

Þann 3. desember 2019 hlaut Tabú Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.

 

Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu. Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði

Hvatningaverðlaun ÖBÍ

Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2016

Á alþjóðlegum baráttudegi fatlaðs fólks, 3. desember ’16, hlaut Tabú Hvatningarverðlaun ÖBÍ í flokki umfjöllunar og kynningar. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu en auk Tabú hlaut Friðrik Sigurðsson verðlaun í flokki einstaklinga og Dagsól ehf./verlunin Next verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnanna. Veittu Tabúkonurnar Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir verðlaununum viðtöku fyrir hönd Tabú. Tabú hlaut verðlaun fyrir fræðslu og markvissa umfjöllun um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Tabú er femínísk hreyfing sem beinir sjónum sínum að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Með umfjöllun sinni styður hreyfingin alla til þess að rjúfa þögnina og tala um það sem ekki má.“

Hvatningarverðlaun 2016 2.jpg

Réttlætisviðurkenning

Stígamóta 2014

Vidurkenning stigamot.jpg

Þann 21. nóvember 2014 hlaut Tabú Réttlætisviðurkenningu Stígamóta 2014 ásamt fríðum flokki mannréttindafólks. Í fréttatilkynningu Stígamóta vegna viðurkenninganna segir um Tabú:

„Mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hefur heldur betur bæst liðsauki með stofnun Tabú. Þær Embla og Freyja hafa með upplýstri umræðu lagt mikið af mörkum til þess að eyða fordómum og stuðla að vitundarvakningu um ölbreytileika, femínisma og ableisma. Það er ekki síst Tabú að þakka að á Stígamótum höfum við dýpkað skilning okkar á því fjölbreytta ofbeldi sem beitt er gegn fötluðu fólki. Megi samvinna okkar verða sem blómlegust.“

Heiðursviðurkenning Kynís

Heiðursviðurkenning Kynís 2014

Frá árinu 2010 hefur Kynfræðifélags Íslands (Kynís) annað hvert ár heiðra einn aðila sem hefur, með einum eða öðrum hætti, elft framgöngu kynfræða á Íslandi. Árið 2014 ákvað stjórn Kynís að veita Tabú og þeim Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, heiðursviðurkenningu félagsins. Í tilkynningu frá Kynís segir:

 

„Þær hafa með ötulli orðræðu bæði á netinu, í fjölmiðlum og með fyrirlestrum vakið athygli fólks á málefnum fatlaðs fólks og minnt á að fatlað fólk, rétt eins og ófatlað, eru kynverur og eiga rétt á því að upplifa sig sem slíkar. Þær eru frumkvöðlar í þessari mikilvægu umræðu og stjórn Kynís hlakkar til að heyra meira frá þeim í framtíðinni.“

Vidurkenning kynis.jpg
bottom of page