top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Ég elska þig, líka



Á myndinni er lágvaxin kona í kjól og berfætt inn í svefnherberginu sínu. Fataskápur hennar er opinn og fullt af fötum sjást ásamt því að á gólfinu liggja mörg uppröðuð skópör.

Á myndinni er lágvaxin kona í kjól og berfætt inn í svefnherberginu sínu. Fataskápur hennar er opinn og fullt af fötum sjást ásamt því að á gólfinu liggja mörg uppröðuð skópör.


Ljósmyndarinn Olivier Fermariello vildi brjótast í gegnum tabúin í tengslum við kynverund og sjálfsmynd fatlaðs fólks með því taka myndir af fötluðu fólki innan svefnherbergisins undir yfirskriftinni „Ég elska þig, líka“. Í heimi þar sem fegurð er skilgreind út frá mjög þröngum og ófötluðum stöðlum veldur líkamlegur margbreytileiki stundum vanlíðan og óöryggi fatlaðs fólks. Fermariello, á neðangreindum myndum og á meðfylgjandi síðu, vildi slá fordóma sem umlykur fatlað fólk út af borðinu og einkennast af því að fatlað fólk sé kynlaust. Slíkir fordómar valdi mismunun og ójöfnuði.

Fermariello ákvað að gera þetta ljósmyndaverkefni á Ítalíu í kjölfarið af þeirri þröngsýni sem hann upplifði þar í tengslum við fötlun og kynlíf. Hann auglýsti eftir fyrirsætum og fékk fjölda viðbragða. Hann varði dögum, vikum og jafnvel mánuðum í að skapa traust milli sín og fyrirsætanna til þess að þeim liði vel með að deila afdráttarlaust persónulegri reynslu sinni af nánd og mismunun henni tengdri.

Ljósmyndir hans gefur löngunum, fantasíum og upplifunum fatlaðs fólks rödd sem oft er haldið frá hinu almenna rými. Af nærfærni reynir hann að sýna persónuleg augnablik og hversdagsleg þar sem líkaminn birtist hvorki sem falin og hunsaður né stimplaður og tengdur við einhverskonar blæti.

Fernariello segir sjálfur;

Fyrir fatlaða manneskju er það ekki sjálgefið að fá þess notið að lifa eigin kynverund. Þvert á móti eru margar hindranir í vegi þess sem enn þarf að yfirstíga. Í heimi ofurseldum klámi er hinn nakti líkami áhrifaríkt tæki til mótmæla og andófs (eins og feminíska hreyfingin FEMEN sannar þegar þær koma fram berbrjósta), eins mótsagnakennt og það er. Ég spurði sjálfan mig hvert fötluð manneskja væri tilbúinn að fara í baráttunni gegn mesta tabúi í tengslum við fötlun. Þessar myndir eru svarið við þeirri spurningu.

Á myndinni eru kona og maður. Á manninn vantar á hægri fótlegginn frá hné. Þau liggja nakin hlið við hlið á hvítu laki (líklega í rúmi), á hliðinni og snúa með búkinn upp að hvert öðru. Þau snúa hins vegar með andlitin frá hvort öðru, þ.e. til fóta við hvert annað. Þau virðast bæði vera með lokuð augun.

Á myndinni eru kona og maður. Á manninn vantar á hægri fótlegginn frá hné. Þau liggja nakin hlið við hlið á hvítu laki (líklega í rúmi), á hliðinni og snúa með búkinn upp að hvert öðru. Þau snúa hins vegar með andlitin frá hvort öðru, þ.e. til fóta við hvert annað. Þau virðast bæði vera með lokuð augun.



Á myndinni er kona sem er klædd í hvíta hnésokka með bleikri slaufu fyrir neðan hné og í hvítum skóm. Hún er með hárkollu í rococo stíl. Umhverfið líkist umhverfinu á rococo tímabilinu, s.s. frekar konunglegt.

Á myndinni er kona sem er klædd í hvíta hnésokka með bleikri slaufu fyrir neðan hné og í hvítum skóm. Hún er með hárkollu í rococo stíl. Umhverfið líkist umhverfinu á rococo tímabilinu, s.s. frekar konunglegt.


Fleiri myndir má sjá hér. Þær eru því miður ekki sjóntúlkaðar.

Tabú þakkar Helgu Ólafsdóttur og Írisi Neri Gylfadóttur fyrir aðstoð við þýðingar á texta.

5 views

Recent Posts

See All

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast

bottom of page