top of page

Druslugangan 2016: Fantasíur

Höfundur lætur ekki nafn síns getið

Ég elska fantasíur! Þær eru mín eigin sköpun, eitthvað sem ég á og stjórna alveg sjálf. Ég get haldið þeim útaf fyrir mig eða deilt þeim með öðrum, valdið er mitt. Fyrir mig eru fantasíur betri en nokkurt kynlífstæki bæði þegar kemur að kynlífi með sjálfri mér og öðrum.

Þó fantasíur hafi verið stór hluti af kynlífi mínu frá því að ég stundaði fyrst sjálfsfróun er stutt síðan ég fór að geta notið þeirra til fulls. Fantasíunum fylgdi nefnilega alltaf einhver ömurleg tilfinnig um að ég væri ógeðsleg og skítug. Ætli það hafi ekki verið birtingamynd af drusluskömminni frægu. Sem betur fer hefur þessi tilfinning nánast horfið með aukinni meðvitund minni en það er ömurlegt að drusluskömmin innra með mér hafi aftrað mér í því að njóta minna dásamlegu fantasía.

Þegar ég nota fantasíur í kynlífi spilar líkamleg snerting yfirleitt ekki stærsta hlutverkið. Ég fer inn í aðburðarrás sem ég skapa í huganum og stundum hreyfi ég mig í takt við söguna en stundum ekki. Þegar kemur að hápunkti fantasíunar er örlítil snerting yfirleitt nóg til að framkalla frábæra fullnægingu.

Margir halda að ég geti ekki stundað gott kynlíf og hvað þá sjálfsfróun vegna fötlunar minnar. Mikið vona ég að það fólk einskorði ekki kynlífið sitt við líkamlegar athafnir og missa þannig af öllum kraftinum sem býr innra með okkur! Ég vildi óska þess að einhver hefði sagt mér þegar ég var unglingur að hugurinn væri mikilvægasta kynfærið.

17 views

Recent Posts

See All

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast

bottom of page