top of page

Finnbogi Örn: „Ég nenni því ekki lengur því ég er unglingur“ #heimahjámér


Finnbogi og Þórunn glaðleg á svip.

Finnbogi og Þórunn glaðleg á svip.


Ég heiti Finnbogi Örn og er 14 ára. Ég bý hjá mömmu og pabba með Bríeti Björgu systur minni. Ég á nokkra vini en samt þarf ég að hafa aðstoðarfólk. Aðstoðarfólkið kemur heim og aðstoðar við það sem er erfitt að gera eins og t.d. að vera einn heima, hafa til mat, taka lyfin mín, fara í tómstundir og skipuleggja að hitta vini og fara með mér til þeirra. Ég hef farið í sumarbúðir í Vatnaskóg og í sumarbúðir í Danmörku með Neistanum, félagi hjartveikra barna. Þá tók ég aðstoðarkonu með, hana Þórunni sem er búin að vinna hjá mér í 5 ár.


Finnbogi Örn situr í sófa með lítinn nýfæddan frænda sinn, Hrafn Ágúst, í fanginu.

Finnbogi Örn situr í sófa með lítinn nýfæddan frænda sinn, Hrafn Ágúst, í fanginu.


Ég fæ líka aðstoð við að fara heim úr skólanum, fara út með Spell hundinn minn og fara með hana á Geirsnef. Hún elskar að vera þar og ég líka því ég elska hunda.

Ég var á frístundarheimili þegar ég var yngri en ég nenni því ekki lengur af því ég er unglingur.

Aðstoðarfólkið hjálpar mér að vera ég sjálfur og verða sjálfstæður.

Þegar ég verð fullorðinn ætla ég að eiga konu og chihuahua hund.Ég ætla að eiga heima í sveit og tek bara aðstoðarfólkið með mér – það vinnur heima hjá mér.

Ég stend með þér, Benedikt og Salbjörg!

Þessi grein er hluti af virðingarvakningu Tabú til stuðnings Benedikts H. Bjarnason ogSalbjörgu Atladóttur en þau hafa bæði þurft að lögsækja Reykjavíkurborg fyrir mannréttindabrot og tapað málunum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og öðru fyrir hæstarétti. Fatlað fólk sem býr við þau réttindi að búa heima hjá sér með aðstoð mun deila reynslu sinni. Það er okkar von að þær fari eins og eldur í sinu um samfélagið og trufli valdhafa sem mest. Við hvetjum samborgara okkar til þess að deila greinunum á Facebook og tweeta eins og enginn sé morgundagurinn undir myllumerkinu #heimahjámér og merkja héraðsdóm, hæstarétt, Reykjavíkurborg, Dag B. Eggertsson og aðra í borgarstjórn við sem flest tækifæri.

30 views

Recent Posts

See All

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast

bottom of page