top of page

Rúnar Björn: Ég er fatlaður allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Höfundur: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson

Ég er lamaður í höndum og fótum sem veldur því að ég þarf mjög mikla aðstoð til þess að geta lifað sjálfstæðu lífi. Ég hætti ekkert að vera til eftir miðnætti og þarf aðstoð allan sólarhringinn hvort sem ég er heima eða ekki.

Ég er hinsvegar ekki heima hjá mér allan sólarhringinn og því þarf aðstoðin að fylgja mér um holt og hæðir. Ég er virkur í vinnu, félagslífi, stjórnmálastarfi og áhugamálum mínum.

Hver dagur bíður upp á ný ævintýri, ég ferðast um borg og bæ á hjólastólnum og bilnum mínum og hef gaman að taka strætó líka. Það er ekki óalgengt að ég fari 5-10 km a dag í stólnum.

Ég ferðast um landið á bílnum í útilegur, dagsferðir í heimsóknir eða ferðalög norður á land til að heimsækja fjölskylduna mína.

Ég ferðast líka um heiminn og hef farið til Danmerkur, Ítalíu, Bretlands, Þýskalands, Kambódíu og Tælands. Ég hef ferðast með skólafélögum, vinum og svo aleinn (aleinn með aðstoarmanni).

Svo hef ég líka gaman að því að skreppa á pöbbinn með góðum félögum annað slagið og ég verð að viðurkenna að ég er oft pínu fram yfir miðnætti þegar það gerist.

Þetta var ekki alltaf svona, en áður en ég fékk NPA allan sólarhringinn þá fór meirihluti af vökutíma mínum í að hanga í tölvu og glápa á sjónvarpið. Ég var lika orðinn talsvert félagslega einangraður, það var mjög andlega erfitt að taka þátt í samfélaginu án viðeigandi aðstoðar.

En með viðeigandi og fullnægjandi aðstoð get ég lifað lífinu sem virkur meðlimur þjóðfélagsins og verið hamingjusamur með lífið.

Ég stend með ykkur, Benedikt og Salbjörg!

Þessi grein er hluti af virðingarvakningu Tabú til stuðnings Benedikts H. Bjarnason ogSalbjörgu Atladóttur en þau hafa bæði þurft að lögsækja Reykjavíkurborg fyrir mannréttindabrot og tapað málunum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og öðru fyrir hæstarétti. Fatlað fólk sem býr við þau réttindi að búa heima hjá sér með aðstoð mun deila reynslu sinni. Það er okkar von að þær fari eins og eldur í sinu um samfélagið og trufli valdhafa sem mest. Við hvetjum samborgara okkar til þess að deila greinunum á Facebook og tweeta eins og enginn sé morgundagurinn undir myllumerkinu #heimahjámér og merkja héraðsdóm, hæstarétt, Reykjavíkurborg, Dag B. Eggertsson og aðra í borgarstjórn við sem flest tækifæri.

27 views

Recent Posts

See All

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast

bottom of page