Skráning á jafningjanámskeið Tabú fyrir fatlað og langveikt fólk

Næsta jafningjanámskeið

Dagsetningar: 7. apríl - 12. maí '21

Hvenær: Á miðvikudagskvöldum kl. 19:30-21:30

Fyrir: Fatlaðar og langveikar konur* (sís og trans) og fatlað kynsegin fólk

Staður: Gerðuberg, Breiðholt

Umsjón: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og  Freyja Haraldsdóttir

Hámarksfjöldi: 10 þátttakendur

Skráningu lýkur 19. mars!

Það kostar ekkert að taka þátt á námskeiðunum.

Jafningjanámskeið Tabú eru 6 vikna námskeið fyrir fatlað og langveikt fólk. Námskeiðin eru styrkt af félags- og dómsmálaráðuneyti og eru einn liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi á tímum Covid-19.

 

Á námskeiðunum fjöllum við um það hvernig okkur líður þegar réttindi okkar eru brotin vegna þess að við erum fötluð og/eða langveik og mögulega einnig vegna annarra þátta, t.d. af því að við erum hinsegin, af erlendum uppruna, fátæk eða kynsegin.

Á námskeiðunum viljum við að þátttakendur geti talað um tilfinningar sínar og reynslu án þess að vera hrædd um hvað öðrum finnst og án þess að verða fyrir fordómum. Við viljum líka að þátttakendur fái meira hugrekki til þess að segja hvað þeim finnst, vera baráttufólk og breyta samfélaginu.

Við leggjum áherslu á að engin manneskja er of mikið eða of lítið fötluð/langveik til þess að taka þátt í jafningjanámskeiðum Tabú.

Skráning á jafningjanámskeið Tabú
Merktu við þær aðgengisþarfir sem eiga við þig

Tabú

Feminísk fötlunarhreyfing sem beinir sjónum sínum að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki.

Netfang: tabu@tabu.is

Kennitala: 710707-0570

© 2021 Tabú 

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram