top of page

Það kom fyrir mig: Strákur gerði grín að fötlun minni eftir að ég svaf hjá honum.


„Hvað kom fyrir? Meiddir þú þig í fætinum eða eitthvað?“ spyr hann. „Nei, ég er með Cerebral Palsy,“ svara ég.

Höfundur er nafnlaus.

Ég hitti hann á kaffihúsi. Það var ekki einu sinni eitt af þessum flottu, heldur í verslunarmiðstöð þar sem allir fara til að hanga og hafa það notalegt á laugardögum. Daginn sem það gerðist fór ég til nágrannabæjar þar sem framhaldsskólinn minn er til þess að reyna að komast yfir haug af verkefnum sem ég átti að skila í vikunni á eftir. Ég var á öðru ári og hafði eytt heilum klukkutíma í að fullkomna útlit mitt sem samanstóð af trosnuðum gallabuxum, stuttermabol og andlitsfarða. Það rigndi alla daga og hárið var, eins og venjulega, í flókatagli. Þetta var í febrúar.

***

Ég dreg lappirnar í gráu slabbi New England- fylkis og geng hægt upp klunnalegan rampinn beint inn í ilminn af frönsku kaffi. Ég skima laumulega eftir borði og kem ég auga á tvö borð sem liggja saman. Við annað þeirra situr dökkhærður álútur maður. Bakpokinn hans liggur á stól við hliðina á.

„Er þetta borð frátekið?“ spyr ég.

„Nei, þvert á móti,“ svarar hann og brosir til mín fullkomnum, hvítum tönnum. Ég hefst handa við að draga fram stafla af stílabókum og skil þær eftir á borðinu á meðan ég panta mér te. Þegar ég sný aftur með meira en hálfan lítra í fljótandi formi, verður mér litið á blöðin á borðinu hans og þarf að halda aftur af mér til að hlæja ekki að öllum útkrotuðu efnajöfnunum.

„Mætti ég spyrja þig að hverju þú ert að vinna?“ spyr hann.

„Þremur ritgerðum ásamt tonni af öðru sem ég þarf að lesa,“ svara ég. Við skiptumst á spaugsömum athugasemdum og ég kemst að því að hann gengur í framhaldsskóla í næsta bæ en sækir alla stærðfræðitímana í háskólanum. Hann segir mér að hann heiti Luke og ég segi honum að helmingurinn að kennslustundunum mínum fari fram í skólanum hans. Það eru fimm skólar á þessu svæði og fjórir þeirra bjóða nemendum frá hinum skólunum að sækja opna tíma.

Við sökkvum okkur bæði niður í verkefnin, þar til hann biður mig um að passa dótið sitt á meðan hann hleypur upp á heimavistina sína til að ná í hleðslutæki fyrir tölvuna. Á meðan hann er í burtu, velti ég því fyrir mér hvort ég eigi eða eigi ekki að biðja hann um símanúmerið þegar hann kemur aftur. En þegar hann snýr aftur, sökkvi ég mér niður í verkefnin næsta klukkutímann eða þar til ég vinka bless og fer. Ég brosi með sjáfri mér og hugsa sem svo að þetta hafi verið hinn fullkomni óplanaði hittingur og sé örlítið eftir því að hafa ekki beðið hann um símanúmerið.

***

Næstu helgi er haldið sprengidagspartý í einni af svefnálmunum í háskólanum hans Luke. Ég er með alltof mikið af glitrandi augnskugga til að passa við silfraðan kjólinn sem ég er í, fjólubláar leggings og sprengidagsperlufestina í tilefni dagsins.

Ég er ekkert að flýta mér að klára glasið úr Cosmo flöskunni, skil það eftir hjá fataskápnum í svefnherberginu mínu og hendist niður stigann bakdyramegin þar sem hvítur inn Audi bíll vinkonu minnar bíður eftir mér. Í partýinu sötrum ég og vinir mínir frumskógardjús og tökum myndir þar sem helmingurinn af okkur horfir ekki í myndavélina.

***

Það er verið að spila skrítna rafmagstónlist í bland við 40 vinsælustu lögin þannig að við skiptumst á að hanga og tala saman og dansa. Vð hlæjum. Ég sneiði framhjá strák sem ég var að hitta fyrir nokkrum mánuðum þegar ég geng í flasið á Luke.

,,Hæ”, segir hann við mig, og brosir nú aftur til mín og faðmar mig.

,,Hæ” svara ég, og halla mér að honum til að hann heyri í mér, af því að tónlistin er of hátt stillt.

,,Veistu hvað?” segir hann.

,,Hvað?”

,,Ég komst inn í Santa Barbara háskólann í Kaliforníu.”

,,Vá, guð, það er frábært!” öskra ég í eyra hans. Við dönsum svolitla stund og ég læt hann snúa mér jafnvel þótt það sé varla nóg pláss. Ég fylgi honum inn í setustofuna á svefnherbergisálmunni þar sem hann heilsar fullt af fólki og spyr síðan:

,,Viltu koma út? Mig langar til að tala betur við þig.“

Ég næ í kápuna mina og við tölum saman í dálítinn tíma. Ég segi honum frá áætlunum mínum að fara í nám til útlanda. Hann spyr hvort hann megi kyssa mig og andrúmsloftið breytist úr daðri í viðreynslu. Hann togar í hárið á mér þegar hann kyssir mig og hrósar rassinum á mér. Ég er gagntekin.

,,Fáið ykkur herbergi”, kallar einhver.

,,Enginn hefur áður sagt þetta við mig,” segi ég hálfflissandi við hann.

,,Viltu koma með mér upp í herbergi?” spyr hann.

Ég, sem er alltaf varkár, flýti mér til baka til að segja vinkonu minni sem skultlaði mér að ég ætli að láta mig hverfa í stutta stund. Hún samþykkir það.

,,Komum,” segi ég. Við leiðumst á leiðinni.

,,Hvað kom fyrir? Meiddirðu þig í fætinum eða hvað?” spyr hann.

,,Nei, ég er með Cerebral Palsy,” svara ég.

,,Nú”, segir hann. Við höldum áfram að tala og hann segir mér að hann ætli að heimsækja Santa Barbara háskólann eftir nokkrar vikur og að hann hlakki til þegar veðrið fer að hlýna. Þegar við erum að ganga inn í heimavistina hans, dáist ég að glansandi harðviðargólfinu og sé að fólk er að spila borðtennis inn um setustofudyrnar. Við höldum áfram upp stigann.

,,Þetta er herbergi Sean, besta vinar míns”, segir hann og bendir á dyr við hliðina á herberginu hans. Um leið og hann opnar dyrnar segir hann mér að láta sem ég sjái ekki draslið.

,,Ekki hafa áhyggjur, það er líka allt í drasli hjá mér”, segi ég. Hann kveikir á lampanum og segir mér að birtan sé sérstaklega hugsuð til að skapa þægilegt andrúmsloft. Skrifborðið er þakið pappírum og blöðum og föt liggja á víð og dreif um gólfið.

Ég sest niður og klæði mig úr útifötunum. Hann er svo drukinn að honum tekst ekki að finna út hvernig eigi að klæða mig úr stígvélunum. Ég renni niður rennilásum og klæði mig úr þeim og hann kyssir mig í gegnum fjólubláu sokkabuxurnar. Ég finn ekki fyrir neinu.

,,Ég hef ekki gert þetta í svolítinn tíma þannig að ég lofa engu. Ég hef verið á kafi í ritgerðinni minni“, segir hann.

,,Já”, andvarpa ég. ,,Ég hef ekki sofið hjá í…” Ég reikna í huganum. Það er hálft ár síðan, en það er of langur tími til að segja það upphátt þannig að ég segi í staðinn; ,,í dálítinn tíma”

Við klæðum okkur úr og ég dáist að sterkum líkama hans eftir tennisæfingarnar. Hann stendur fyrir aftan mig og ýtir. Ég hrópa upp yfir mig og gríp í aðra hönd hans til að þagga niður í sjálfri mér.

,,Við tökum þessu bara rólega, ókei“, segir hann í hálfgerðum spurnartón. Við skiptum um stellingu og hann leggst ofan á mig og ég nýt þess að renna höndunum upp og niður rasskinnar hans. Ég gref lítið bros í öxlina á honum og kemst að því að hann er stunumaður. Ég kemst líka að því að hann hafði rétt fyrir sér þegar hann sagðist ekki lofa neinu.

Nokkru síðar hringir vinkona mín og segir mér að þau séu farin úr partíinu og bíði eftir mér hinum megin við götuna. Hann býðst til að fylgja mér út og klæðir sig í flýti í bol, körfuboltastuttbuxur og baðtöfflur. Ég hendi mér í stígvélin og við stöndum saman fyrir framan herbergisdyrnar.

,, Þú ert með pallíettu,” segi ég við hann og snerti kinn hans með fingrinum til að fjarlægja hana, næstum eins og ég sé að segja honum að óska sér, líkt og það væri augnhár. Hann tekur sprengidagsperlufestina af mér á ganginum.

,,Þetta skemmir”, segir hann. Ég reyni að hugsa ekki um hvað hann eigi við með því. Við leggjum af stað niður stigann, og ég stíg í vinstri fótinn. Hægri fóturinn dregst á eftir mér eins og hann sé að hugsa sig um. Við erum ekki einu sinni komin niður á fyrsta stigapallinn þegar hann byrjar að herma eftir göngulaginu. Hann hlær um leið og hann gerir það, ýktum, háðslegum hlátri.

Ég segi ekki neitt. Luke er meðvitaður um hvað hann er að gera; hláturinn er hluti af sýningunni, groddalegri eftirhermu.

,,Gerðist þetta í alvöru? Gerði hann þetta virkilega rétt á eftir að ég svaf hjá honum?” Hugsunin hringsnýst í höfðinu á mér. Ég herði gönguna.

Við erum komin niður stigann. Útidyrnar eru sirka sjö metra framundan, hvíti tré-bjargvætturinn minn. Luke fylgir mér að dyrunum og þær opnast. Kaldur vetrarvindgustur mætir mér án þess að ég hafi átt von á honum.

,,Mér líkar ekki þegar fólk gerir grín að mér“, segi ég við hann svipbrigðalausri röddu. Mér finnst það óviðeigandi og dónalegt. „Njóttu samt kvöldins”. Það síðasta sem ég sé þegar ég geng út í kuldann er sleginn svipur hans. Ég sný baki í hann og tek fagnandi á móti ísköldum vindinum.

————— Þýðing: Arndís Lóa Upphaflegu greinina má finna hér.

13 views

Recent Posts

See All

Afstofnannavæðið skólakerfið!

Höfundur: Shain M. Neumeier Þýðing: Freyja Haraldsdóttir Að hverfa frá aðgreindum stofnannaúrræðum og verða hluti af samfélögum okkar hefur gert fötluðu fólki kleyft að njóta mannréttinda á sínum fors

Kynóljóst: Skörun einhverfrar og trans reynslu

Höfundur: Lydia Z. X. Brown Þýðing: María Helga Guðmundsdóttir Ég er einhverfur aktivisti sem tekur mikinn þátt í hinsegin pólitík. Mér hefur tekist að klaufast um heiminn án þess að þróa með mér hefð

Comments


bottom of page