top of page

María: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Höfundur: María Hreiðarsdóttir

Samfélagið er með þær birtingarmyndir að við séum öll eins og við þurfum öll það sama. Því miður er samfélagið ekki enn í dag tilbúið að veita fólki sem þarf á þjónustu að halda viðunandi stuðning en það má best sjá á þeim tveimur dómum sem hafa fallið síðustu mánuði.

Sjálf nýti ég NPA, en að skornum skammti, þ.e.a.s., ég fæ ekki fullnægjandi þjónustu eins og ég myndi þarfnast. Ég hef því spurt mig hvort ég sé að fá raunverulegt NPA. Ég hef ekki alltaf sömu tækifærin til þess að gera það sem ég vil og mig langar ég þarf stundum að velta fyrir mér hvort ég hafi aðstoð við hlutina til að þess að geta gert það sem öðrum þykir sjálfgefið. Já, ég segi af skornum skammti, því líf mitt væri svo miklu betra, bæði félagslega og líkamlega, ef ég fengi það sem við köllum viðunandi NPA. Þó er kanski staða mín betri en margra annarra í sömu stöðu en vandinn er að það fjármagn dugar samt ekki alltaf til þess að ég fái þá aðstoð sem mér ber og þarfnast. „Það eru engin vandamál hjá þér?“ slíkt hefur verið sagt við mig af engri ástæðu og að vandinn sé meiri hjá öðrum. Slíkt er sársaukafyllra að heyra en orð fá lýst því ég veit mun betur og að segja þetta finnst mér sýna skilningsleysi á þeirri aðstoð sem ég þarf, þó það sé kannski ekki meiningin.

Ég hef á tilfingunni að fólk sem sé með líkamlegar fatlanir fái meiri NPA en þeir sem hafa þroskafrávik vegna þess að bæði eru miklu meiri fjöldi þeirra sem hafa NPA með meirra fjármagn í þjónustunni en fólk með þroskahömlun og einnig eru mun færi með þroskahömlun með þessa þjónustu í dag. Það hefur þau áhrif að tækifærin hjá þeim sem eru líkamlega fötlun verða mun meiri bæði varðandi atvinnumál, skóla, félagslega og í öllum aðstæðum daglegs lífs.

Ég hef samt fullan skilning á að fólk sem er með líkamlega fötlun hafi þessa þjónustu en samfélaginu ber að tryggja að það sama gangi yfir alla hvort sem um líkamlega eða andlega fatlað fólk eru að ræða. Við sem erum með þroskahömlun munum aldrei gefa afslátt af mannréttindum okkar og það má ætla að kostnaður fyrir stjórnvöld til lengri tíma verði mun meiri ef ekki fæst viðunandi aðstoð strax.

Ég stend með ykkur, Benedikt og Salbjörg!

Þessi grein er hluti af virðingarvakningu Tabú til stuðnings Benedikts H. Bjarnason og Salbjörgu Atladóttur en þau hafa bæði þurft að lögsækja Reykjavíkurborg fyrir mannréttindabrot og tapað málunum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og öðru fyrir hæstarétti. Fatlað fólk sem býr við þau réttindi að búa heima hjá sér með aðstoð mun deila reynslu sinni. Það er okkar von að þær fari eins og eldur í sinu um samfélagið og trufli valdhafa sem mest. Við hvetjum samborgara okkar til þess að deila greinunum á Facebook og tweeta eins og enginn sé morgundagurinn undir myllumerkinu #heimahjámér og merkja héraðsdóm, hæstarétt, Reykjavíkurborg, Dag B. Eggertsson og aðra í borgarstjórn við sem flest tækifæri.

11 views

Recent Posts

See All

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast

bottom of page