top of page

Mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Af óútskýrðum ástæðum hefur mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) aldrei verið birt opinberlega nema að litlum hluta þrátt fyrir að vera opinber gögn. Matið var unnið fyrir velferðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið og lágu niðurstöður fyrir á vormánuðum 2016.

Eins og kemur fram í inngangi skýrslu 1 var markmið matsrannsóknarinnar að „bera NPA saman við önnur þjónustuúrræði sem í boði eru fyrir fatlað fólk og leggja mat á það hvort NPA stuðli að sjálfstæðu lífi og almennri þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Að auki voru borin saman viðhorf NPA notenda og aðstandenda þeirra, annars vegar, og annarra þjónustunotenda og aðstandenda þeirra, hins vegar, til þjónustunnar. Einnig voru kannaðar aðstæður og störf aðstoðarfólks NPA notenda. Að lokum var rannsókninni ætlað að veita svör við hver væri kostnaður og ábati af NPA í samanburði við önnur úrræði.“

Tabú sér ekki ástæðu til þess að bíða eftir að ráðuneytin birti skýrslurnar að fullu og tekur því af þeim ómakið. Hér eru þær allar.

15 views
bottom of page