top of page

Skuggaskimun: Ungmennaráð Menntamálastofnunar

Skuggaskimun hefur það hlutverk að kanna starfsemi stofnanna, hagsmunasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja sem veita almenningi þjónustu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning.

Tabú kallar eftir upplýsingum um ungmennaráð Menntamálastofnunar. Mánudaginn 28. nóvember 2016 birtist frétt vefsíðu Menntamálastofnunar um stofnun ungmennaráðs Menntamálastofnunar. Í fréttinni kemur fram með hvaða hætti ráðið var sett saman og að í því sitji 12 stúlkur og 10 strákar. Tabú kallar nú eftir eftirfarandi upplýsingum um ungmennaráð Menntamálastofnunar:

  1. Með hvaða hætti endurspeglar ungmennaráð Menntamálastofnunar margbreytileika ungmenna á Íslandi? Með öðrum orðum hversu mörg ungmenni í ráðinu hafa persónulega reynslu af einhverskonar jaðarsettningu svo sem á grundvelli fötlunar, uppruna, kynhneigðar, kyntjáningar, kyneinkenna, stéttar, lífsskoðanna eða stöðu að öðru leyti?

  2. Beitti Menntamálastofnun einhverjum formlegum aðferðum við val á fulltrúum í ungmennaráðið sem miða sérstaklega að því að tryggja að fulltrúrar ráðsins endurspegli margbreytileika ungmenna á Íslandi?

Kallað er eftir þessum upplýsingum sem hluta af Skuggaskimun Tabú. Skuggaskimun hefur það hlutverk að kanna starfsemi stofnanna, hagsmunasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja sem veita þjónustu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning. Í því ljósi verða þessar spurningar birtar á vef Tabú sama dag og þær eru sendar til Menntamálastofnunar. Menntamálastofnun hefur val um hvort spurningunum verði svarað og munu svörin birtast á vefsíðu Tabú þegar þau berast. Ef svör berast ekki innan fjórtán virkra daga mun Tabú upplýsa um það á heimasíðu sinni. Ekki er hægt að óska eftir að svör verði ekki birt á heimasíðu.

4 views
bottom of page