Freyja og Embla á Stígamótum
Það er aldrei lognmolla hjá okkur Tabúkonum en fimmtudaginn 24. september tókum við daginn snemma og mættum á morgunverðarfundi Stígamóta. Þar héldum við fyrirlestur um femíníska fötlunarbaráttu og ofbeldi fyrir fullum sal af áhugasömu fólki. Fyrirlesturinn var sá fyrsti í fundarröð Stígamóta um forréttindi og fjölbreytileika. Síðdegis héldum við svo aftur á Stígamót þar sem við kynntum Tabú fyrir gestum frá norrænu velferðarmiðstöðinni sem halda nú fund hér á landi um kynbundið ofbeldi gegn fötluðu fólki. Við þökkum kærlega fyrir daginn og fögnum þessu mikilvæga framtaki Stígamóta!
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta kynnir fyrirlestur Emblu og Freyju
Yorumlar