top of page

Tabú á Stígamótum


Freyja og Embla á Stígamótum

Freyja og Embla á Stígamótum


Það er aldrei lognmolla hjá okkur Tabúkonum en fimmtudaginn 24. september tókum við daginn snemma og mættum á morgunverðarfundi Stígamóta. Þar héldum við fyrirlestur um femíníska fötlunarbaráttu og ofbeldi fyrir fullum sal af áhugasömu fólki. Fyrirlesturinn var sá fyrsti í fundarröð Stígamóta um forréttindi og fjölbreytileika. Síðdegis héldum við svo aftur á Stígamót þar sem við kynntum Tabú fyrir gestum frá norrænu velferðarmiðstöðinni sem halda nú fund hér á landi um kynbundið ofbeldi gegn fötluðu fólki. Við þökkum kærlega fyrir daginn og fögnum þessu mikilvæga framtaki Stígamóta!Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta kynnir fyrirlestur Emblu og Freyju

Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta kynnir fyrirlestur Emblu og Freyju


0 views

댓글


bottom of page