top of page

Tabú hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands


Myndlýsing: Embla veitir styrknum viðtökur fyrir hönd Tabú

Embla veitir styrknum viðtöku úr hendi Eyglóar Harðardóttur ráðherra. Á myndinni standa Embla og Eygló fyrir framan sviðið en á bakvið má sjá aðra styrkþega standa í röð uppi á sviðinu.


Þann 19. júní hlaut Tabú styrk úr Jafnréttissjóði Íslands. Var þetta í fyrsta sinn sem styrkir voru veittir úr sjóðnum sem stofnaður var í tilefni af 100 ára kosningaafmælinu. Markmið sjóðsins er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Tabú hlaut 3.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sjálfsstyrking, valdefling og mannréttindafræðsla: Fatlað fólk og margþætt mismunun. 

Styrkir Jafnréttissjóðs voru veittir við athöfn í Iðnó. Við skipulagningu athafnarinnar virðist lítið hafa verið hugsað um aðgengi fyrir alla en gert var ráð fyrir að styrkþegar tækju á móti styrkjunum upp á sviði og stilltu sér svo upp standandi á sviðinu þar til athöfninni lyki. Líkt og í ólíkum kimum samfélagsins var fatlað fólk enn og aftur jaðarsett og aðgreint. Þurftu fulltrúar Tabú að veita styrknum viðtöku fyrir neðan sviðið og fara svo aftur í sín sæti ólíkt öðrum. Nokkrir styrkþegar sem kallaðir voru upp á eftir Tabúkonum gengu af sviðinu eftir að hafa tekið við styrknum og tóku sér stöðu við hlið Tabúkvenna í stað þess að standa á sviðinu. Þökkum við þeim kærlega fyrir samstöðuna.

Athöfnin var hressileg áminning um aðgreiningu fatlaðs fólks og mikilvægi starfsemi Tabú!


Á myndinni má sjá nokkra af þeim styrkþegum sem tóku sér stöðu með Tabú og gengu af sviðinu

Á myndinni má sjá nokkra af þeim styrkþegum sem tóku sér stöðu með Tabú og gengu af sviðinu. Í baksýn má sjá sviðið þar sem Eygló Harðardóttir stendur og afhentir styrkina.


0 views

Comments


bottom of page