top of page

Yfirlýsing í kjölfar Kveiks

Í ljósi umræðunnar síðustu daga sendum við undirrituð í Tabú frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu.


Í sjónvarpsþættinum Kveik þann 2. nóvember sl. þar sem rætt var við Þóri Sæmundsson kom fram að honum hafi verið sagt upp starfi hjá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að vinnuveitendur fengu upplýsingar um að Þórir hefði sent typpamyndir af sér til ólögráða stúlkna. Í kjölfar umræðna í fjölmiðlum, þar sem fjölmiðlafólk hefur beint eða óbeint tekið undir efasemdir um réttmæti uppsagnar Þóris sem bílstjóra ferðaþjónustunnar, viljum við minna á eftirfarandi.


Fatlað fólk er jaðarsettur hópur sem er í margfalt meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, sér í lagi eru fatlaðar konur og börn í aukinni hættu. Ástæður fyrir auknum líkum á ofbeldi eru margar, en felast meðal annars í þeim takmörkuðu og oft aðgreindu úrræðum sem fatlað fólk þarf að nýta sér í annars óaðgengilegu samfélagi.


Eitt þessara úrræða er áður nefnd ferðaþjónusta, en þar er fatlað fólk gjarnan eitt í bíl með ókunnugum bílstjóra í aðstæðum þar sem fullkomið valdaójafnvægi ríkir. Hér á landi hafa komið upp ofbeldismál innan ferðaþjónustunnar sem hafa einmitt átt sér stað í slíku valdaójafnvægi.


Í þessu ljósi er ekkert óeðlilegt að gerðar séu ríkar kröfur til starfsfólks ferðaþjónustunnar og að hafið sé yfir allan vafa að það eigi ekki sögu um kynferðislega áreitni og/eða annað ofbeldi og/eða hafi mögulega notað valdastöðu sína og yfirburði til að misnota undirskipaða einstaklinga. Við eigum að gera ríkari kröfur til einstaklinga sem starfa með fötluðu fólki en gengur og gerist almennt á vinnumarkaði, ekki minni.


Við beinum þessari athugasemd einkum til fjölmiðlafólks sem stýrir umræðu og annarri umfjöllun er kann að snerta fatlað fólk. Ábyrgðin í garð undirskipaðra hópa er mikil.


Anna Sigrún Ingimarsdóttir Bára Halldórsdóttir

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir

Erla Björg Hilmarsdóttir

Freyja Haraldsdóttir

Guðbjörg Kristín Eiriksdóttir

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir

Jana Birta Björnsdóttir

Linda Sólveigar- og Guðmundsdóttir

Margrét Ýr Einarsdóttir

María Hreiðarsdóttir

María Rut Hinriksdóttir

Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Salóme Mist Kristjánsdóttir

Sigríður Jónsdóttir

Sóley Björk Axelsdóttir

Steinunn Valbjörnsdóttir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Þorbera Fjölnisdóttir


387 views
bottom of page