Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra
Lagt fram 17. nóvember 2015 #ÉgErEkkiEin Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á Nýja-Bæ, rannsókna sem liggja fyrir um háa tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum, brotalamir réttarkerfisins, þá miklu aðgreiningu sem fatlaðar konur búa við og reynslu okkar allra af margþættri mismunun og ofbeldi í íslensku samfélagi, gerum við eftirfarandi kröfur til félagsmálaráðherra. Að félags- og húsnæðismálaráðherra geri sér grein fyrir að við erum mennskar. Við erum ekki kynlausar,